Tryggvi og Soffía klúbbmeistarar GÖ árið 2018

Meistarmót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 5.-7. júlí á Öndverðarnesvelli. Tryggvi Valtýr Traustason og Soffía Björnsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar í karla- og kvennaflokki og eru þau klúbbmeistarar árið 2018.

Tryggvi Valtýr lék hringina þrjá samtals á 11 höggum yfir pari en lokahringurinn, þar sem hann lék á pari vallarins, kom honum upp í efsta sætið á meðan aðrir kylfingar léku á hærra skori. Jón Gunnar Traustason endaði í öðru sæti á 14 höggum yfir pari og Björn Andri Bergsson endaði í því þriðja á 17 höggum yfir pari.

Í kvennaflokki enduðu þær Soffía Björnsdóttir og Elísabet K. Jósefsdóttir jafnar að þremur hringjum loknum. Soffía hafði betur í bráðabana um sigur og er hún því klúbbmeistari þetta árið. Guðbjörg Jónsdóttir endaði í þriðja sæti.

Öll nánari úrslit er hægt að nálgast á golf.is.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is