Tommy Fleetwood og járnin hans

Það er nú yfirleitt ekki vandamál fyrir atvinnukylfinga að fá nýjar kylfur og græjur, hvað þá ef þú ert á meðal 11 efstu í heiminum. Sömu sögu er aftur á móti ekki að segja af Tommy Fleetwood sem situr í 11. sæti heimslistans.

Fleetwood hefur um áraskeið verið styrktur af Nike og áður en Nike hætti að framleiða golfkylfur lék hann með kylfur frá þeim. Allt frá árinu 2016 þegar Nike hætti að framleiða golfkylfur hefur Fleetwood hins vegar leikið með járnum frá Nike. Hann átti sett til skiptana og byrjaði að nota nýjar kylfur í byrjun þessa árs en það var síðasta nýja settið sem hann átti.

„Það hjálpar mér að fara vel með kylfurnar. Að lokum þarf ég að finna ný járn en ég er búinn að nota þessar kylfur í langan tíma og þær virka ennþá.“


Járnin sem um ræðir.

Nýlega komst Fleetwood að því að félagi sinn og samlandi, Paul Casey, á eitt svona sett heima hjá sér algjörlega ónotað en Casey lék með kylfum frá Nike líkt og Fleetwood. Þegar Fleetwood komst að þessu hélt hann að hann hefði dottið í lokkupotinn en Casey var ekki einu sinni tilbúinn að selja honum kylfurnar.

„Þær eru svo fágætar nú til dags,“ sagði Casey. „Ég mun ekki selja þær, það er kannski betra að segja að hann hefur ekki boðið mér nægilega mikinn pening fyrir þær. Þær eru svo fallegar, ég meina ég hef aldrei notað þær. Þetta eru kylfur sem þú getur hengt upp á vegg heima hjá þér.“

Fleetwood veit það hins vegar að finna ný járn sem eru enn framleidd gæti einfaldað málin mikið upp á framhaldið.

„Til að vera alveg hreinskilinn þá gæti það einfaldað svo margt að fá mér járn frá öðrum kylfuframleiðanda. Bara ef eitthvað gerist þá get ég farið til þeirra og lagað það í stað þess að lenda í veseni.“