Tom Hoge með eins höggs forystu fyrir lokadaginn

Það er Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge sem er í forystu fyrir lokahringinn á Sony Open mótinu. Hoge átti besta hring dagsins, en hann lék á 64 höggum og er eftir daginn á samtals 16 höggum undir pari.

Hringurinn hjá Hoge var mjög stöðugur og fékk hann sex fugla, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á síðari níu holunum, og restina pör. Hann lék því á sex höggum undir pari, eða 64 höggum.

Það er þó stutt í næstu menn og sex kylfingar fjórum höggum á eftir eða minna. 

Tveir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á 15 höggum undir pari, en það eru þeir Patton Kizzire og Brian Harman, en Harman var í forystu fyrir daginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.