Tímaverð tekið í notkun í Missouri

Til þess að koma í veg fyrir hægan leikhraða hafa stjórnendur á golfvelli í Missouri búið til nýja verðskrá sem mun vonandi ýta undir hraðari leikhraða.

Nýja verðskráin virkar þannig að í stað þess að rukka eitt verð fyrir 18 holur og annað fyrir 9 holur greiðir fólk eingöngu tímaverð, óháð því hver margar holur eru leiknar.

Í dag kostar klukkustundin 10 dollara og er innifalið í verðinu golfbíll. Því greiðir kylfingur, sem leikur 18 holur á þremur klukkustundum einungis 30 dollara.

Von stjórnenda er sú að tímaverðið ýti undir hraðari leikhraða auk þess að fólk sem hefur einungis tíma fyrir nokkrar holur komi þá frekar og spili hjá þeim.

Enn á eftir að reyna á þetta kerfi og hafa gagnrýnendur bent á hugsanlega veikleika kerfisins. Sem dæmi gæti hollið sem færi fyrst út verið mjög lengi að spila sem myndi þá væntanlega hafa neikvæð áhrif á þau holl sem kæmu á eftir, því auk þess að þurfa bíða allan hringinn þyrftu þeir kylfingar einnig að borga meira.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is