Tiger Woods verður með á Players meistaramótinu

Tiger Woods tilkynnti á heimasíðu sinni á fimmtudaginn að hann verður með á tveimur mótum með stuttu millibili á PGA mótaröðinni á næstu vikum.

Woods, sem hefur verið í fríi frá keppnisgolfi eftir Masters mótið, staðfesti þátttöku sína á Wells Fargo mótinu sem fer fram dagana 3.-6. maí og Players meistaramótinu sem fer fram dagana 10.-13. maí.

Woods hefur átt góðu gengi að fagna á þessu tímabili eftir þrálát meiðsli undanfarin ár. Bandaríkjamaðurinn hóf árið í 656. sæti heimslistans en er nú kominn upp í 91. sætið eftir að hafa meðal annars endað í öðru sæti á Valspar Championship.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is