Tiger Woods og Peyton Manning leika saman á Pro/Am fyrir Memorial

Tiger Woods og Peyton Manning verða saman í liði þegar Pro/Am mótið fyrir Memorial meistaramótið fer fram seinna í mánuðinum.

Manning er goðsögn í NFL heiminum en hann er að sama skapi ágætis kylfingur og sagðist í fyrra vera með um 5 í forgjöf. Þeir Woods hafa áður leikið saman (2005 og 2009) og eru ágætis félagar.

Eftir hringinn árið 2009 sagði Woods við blaðamenn að þeir hefðu gaman af því að spila saman. „Við náum ekki að spila nógu oft saman vegna þess hvernig dagskráin okkar skarast á en þegar við náum því er mjög gaman. Við skjótum hvorn á annan allan daginn.“

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is