Tiger Woods og Justin Thomas leika saman á fimmtudaginn

Hero World Challenge mótið hefst á fimmtudaginn og eins og margir hafa eflaust orðið varir við þá mun Tiger Woods mæta aftur til leiks eftir 10 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Aðeins 18 kylfingar eru á meðal þátttakenda, en þeir eru ekki af verri endanum því átta af þeim 18 sem eru með eru á meðal 10 efstu á heimslistanum. 

Rástímar fyrir mótið voru birtir í gær og eins og við var að búast er mestu athyglinni beint að ráshópnum sem Woods leikur í. Sá ráshópur er ekki alslæmur því Woods og núverandi FedEx bikar meistari, Justin Thomas, munu leika saman og hefja þeir leik klukkan 12:05 að staðartíma.

Ráshóparnir eru eftirfarandi (allir tímar eru á staðartíma):
11:10 Hideki Matsuyama og Francesce Molinari
11:21 Kevin Chappell og Charlie Hoffman
11:32 Daniel Berger og Patrick Reed
11:43 Tommy Fleetwood og Justin Rose
11:54 Alex Noren og Henrik Stenson
12:05 Justin Thomas og Tiger Woods
12:16 Dustin Johnson og Brooks Koepka
12:27 Rickie Fowler og Kevin Kisner
12:38 Matt Kuchar og Jordan Speith


Justin Thomas leikur með Tiger Woods á fimmtudaginn.