Tiger Woods og Ernie Els fyrirliðar í Forsetabikarnum

Formlega var tilkynnt í dag að Tiger Woods verði fyrirliði Bandaríkjanna og Ernie Els verði fyrirliði alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Woods og Els verða í þessu hlutverki en Forsetabikarinn fer fram á Royal Melbourne golfvellinum í Melbourne í Ástralíu dagana 9.-15. desember á næsta ári.

Þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti sem Woods og Els verða í hlutverki fyrirliða eru þeir báðir hoknir af reynslu í Forsetabikarnum. Báðir hafa þeir keppt átta sinnum í Forsetabikarnum en Woods hefur þrisvar sinnum sett niður pútt fyrir sigri Bandaríkjanna og er eini kylfingurinn sem hefur unnið bikarinn þrisvar.

Árið 2003 mættust Els og Woods í bráðabana í Forsetabikarnum. Eftir þrjár holur í bráðabana var enn allt jafnt og vegna myrkurs var ákveðið að sættast á jafntefli. Það verður spennandi að sjá kylfingana mætast aftur á næsta ári, nú í nýjum hlutverkum.