Tiger Woods: Mér var orðið sama um golf

Þann 23. nóvember keppa þeir Tiger Woods og Phil Mickelson um 9 milljónir bandaríkjadollara á Shadow Greek Gold vellinum í Las Vegas.

HBO birti á dögunum þátt um þá félaga í tilefni keppninnar þar sem þeir ræddu meðal annars um endurkomu Woods á völlinn nú í ár eftir meiðsli og vandamál utan golfvallarins.

„Ég myndi frekar vilja vera meiddur í hnénu eins og á Opna bandaríska árið 2008 frekar en að lifa við þessa taugaverki því það er alls ekkert grín,“ sagði Woods meðal annars.

„Mér var orðið sama um golf, ég vildi bara ekki vera svona verkjaður. Mig langaði að taka þátt í lífi barna minna á nýjan leik. Ég gat það ekki, ég lá bara.“

„Ég man að þegar ég missti eitthvað fékk ég alltaf: 'Pabbi, ég skal ná í þetta fyrir þig' og það var ömurlegt. Á einum tímapunkti hugsaði ég að þetta er sá pabbi sem þau eiga eftir að muna eftir en það er annar gaur sem var svolítið góður í því sem hann gerði,“ sagði Woods ennfremur.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr þættinum umrædda.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is