Tiger Woods líklega ekki með í sínu eigin móti

Hero World Challenge mótið, sem Tiger Woods stendur fyrir árlega, mun fara fram dagana 30. nóvember til 3. desember næstkomandi. Eins og í fyrra fer mótið fram á Bahamaeyju og verður leikið á Albany svæðinu.

Búið er að staðfesta 16 keppendur sem munu leika í mótinu og vekur það athygli að Tiger Woods er ekki á meðal þeirra kylfinga. Það virðist því allt benda til þess að Tiger Woods, sem er að jafna sig eftir sína fjórða aðgerð á baki, verður ekki með.

Það verður engu að síður spennandi að fylgjast með mótinu því margir af bestu kylfingum heims verða á meðal þátttakenda. Þar á meðal eru Dustin Johnson, Justin Thomas, Jordan Spieth, Brooks Koepka, Rickie Fowler, Jason Day, Justin Rose, Partick Reed, Matt Kuchar, Marc Leishman, Tommy Fleetwood, Charley Hoffman, Francesco Molinari, Alex Noren, Kevin Kisner og sigurvegari síðasta árs, Hideki Matsuyama.