Tiger Woods í góðum félagsskap

Tiger Woods snýr aftur til leiks í næstu viku þegar að hann verður á meðal þátttakenda á Farmers Insurance mótinu. Þetta verður fyrsta PGA mót Woods í heilt ár, en síðast lék hann á sama móti í desember sl.

Yfirleitt heyrist lítið frá hringjum Woods fyrir utan mótin sem hann spilar í, en á laugardaginn varð smá breyting á og er kannski ekki skrítið að þessi hringur hafi ratað í fjölmiðla. Þá voru tveir menn mættir til þess að spila með Woods.

Annars vegar var 44. forseti Bandaríkjanna, Barrack Obama, mættur og hins vegar sex-faldur NBA meistari, Michael Jordan. Þeir spiluðu Floridian völlinn á Flórída.

Ekki slæmt að fá að vera í holli með þessum þremur, en engar fréttir voru af því hvernig golfið hjá þeim var.


Michael Jordan.


Tiger Woods og Barrack Obama hafa áður spilað golf saman.