Tiger Woods góður á öðrum degi Valspar mótsins

Tiger Woods var rétt í þessu að ljúka við annan hring á Valspar Championship mótinu. Hann lék hringinn á 68 höggum og er þegar þetta er skrifað jafn í efsta sætinu.

Woods hóf leik á 10. holu og byrjaði á því að fá tvö pör. Eftir það komu tveir fuglar og var hann þá aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum. Fyrri níu holurnar endaði hann á tveimur höggum undir pari. Á síðari níu holunum hélt hann áfram að spila stöðugt golf, en tókst að bæta við tveimur fuglum á annarri og fimmtu holunni og var hann þá orðinn einn í efsta sætinu.

Hann fékk pör allt þar til á lokaholu dagsins, en þá missti hann um tvo metra fyrir pari og þrír undir raunin. Woods er því eftir daginn á fjórum höggum undir pari og er eins og stendur jafn í efsta sætinu.

Margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik og getur því staðan breyst eitthvað. Hérna má svo sjá stöðuna í mótinu.