Tiger fylgdist með Nadal á Opna bandaríska

Tiger Woods er búinn að vera frá keppnisgolfi í nokkra mánuði en eins og Kylfingur greindi frá á dögunum þá styttist mögulega í endurkomu hans þar sem hann er farinn að vippa og pútta aftur.

Woods sást á föstudaginn á einu af risamótunum í tennis þar sem hann var mættur á Opna bandaríska mótið að fylgjast með Rafael Nadal.

Nadal keppti í undanúrslitum gegn Juan Martin del Potro í New York en Woods fékk boð frá Spánverjanum á leikinn. Svo fór að Nadal hafði betur og leikur til úrslita gegn Kevin Anderson í dag.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is