Tiger á einu höggi yfir pari

Tiger Woods er á meðal þátttakenda á Genesis Open mótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni. Þetta er hans annað mót á PGA mótaröðinni eftir árs hlé. Fyrsti hringur mótsins fór fram í dag og lék Tiger á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari. Þegar þetta er skrifað er Tiger jafn í 54. sæti.

Tiger hóf leik á 10. holu í dag og byrjaði vel með fugli. Hann fékk svo tvöfaldan skolla á 11. holunni þar sem hann týndi boltanum í háu grasi og þurfti að taka víti. Tveir skollar og tveir fuglar til viðbótar komu á fyrri 9 holunum og lék hann þær því á einu höggi yfir pari. Á seinni 9 holunum fékk Tiger tvo skolla og tvo fugla og lék þær því á parinu. Niðurstaðan eitt högg yfir par. 

Eins og staðan er núna eru efstu menn á fjórum höggum undir pari og þarf Tiger því að herða sig, ætli hann að blanda sér í toppbaráttuna.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.