Að vera efsti maður heimlistans (ef þú ert ekki Tiger Woods) skilar sjaldan risatitli

Í gær komst Dustin Johnson aftur í efsta sæti heimslistans eftir að Justin Thomas tók sætið af honum í nokkrar vikur. En það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í þessu eftirsóknarverða sæti, því aðeins hafa fjórir kylfingar í sögunni unnið risamót og verið í efsta sætinu. Johnson mun því freista þess að vera fimmti kylfingurinn til að afreka það. 

Síðan að heimslistinn var settur á laggirnar hefur sigurvegari risamóts aðeins 14 sinnum verið efsti maður heimslistans af þeim 129 og 11 af þessum sigrum komu frá engum öðrum en Tiger Woods. Hinir kylfingarnir sem hafa tekist þetta eru þeir Ian Woosnam árið 1991, Fred Couples árið 1992 og Rory McIlroy árið 2014. 

Það mætti því eignilega segja að til að eiga sem mesta möguleika á að sigra risamót er betra að vera ekki í efsta sætinu. 

Dustin Johnson hefur aftur á móti verið í fanta formi á árinu og hefur til að mynda sigrað á tveimur mótum og komst um helgina í annað sætið á FedEx listanum. Það verður því gaman að fylgjast með honum reyna að verða fimmti kylfingurinn í sögunni til að sigra á risamóti verandi í efsta sætinu.