Þrjú sæti á Opna mótinu í boði í Suður-Afríku

Það er til mikils að vinna á Joburg Open mótinu sem fer fram í Suður-Afríku um þessar mundir á Evrópumótaröðinni því alls öðlast þrír efstu keppendur mótsins þátttökurétt á Opna mótinu á næsta ári.

Takist Dylan Frittelli að enda í einu af þremur efstu sætunum mun þátttökurétturinn færast yfir á þann kylfing sem endar í fjórða sæti þar sem að Frittelli er eini keppandinn í mótinu sem er nú þegar með öruggan keppnisrétt á Opna mótinu.

Alls eru 240 kylfingar meðal keppenda á Joburg Open en þeirra á meðal er margfaldi Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir Leifur er á einu höggi undir pari eftir fyrsta hring mótsins en efsti maður er á 8 höggum undir pari.

Opna mótið árið 2018 fer fram á Carnoustie vellinum vikuna 15.-22. júlí.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is