Þrír tryggðu sér sæti á Opna mótinu

Kylfingarnir Cameron Davis, Jonas Blixt og Matt Jones tryggðu sér sæti á Opna mótinu sem fram fer á Carnoustie vellinum á næsta ári þegar Opna ástralska mótið fór fram um helgina.

Fyrir mótið í Ástralíu var búið að gefa það út að þeir kylfingar sem höfðu ekki nú þegar tryggt sér sæti á risamótinu ættu nú möguleika á að tryggja sér sæti með góðum árangri.

Davis sigraði á mótinu eftir flotta spilamennsku en hann lék samtals á 11 höggum undir pari. Blixt og Jones enduðu jafnir í öðru sæti og ljóst að þeir verða einnig meðal keppenda þegar Opna mótið fer næst fram. 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is