Þrír íslenskir kylfingar með í Noregi á Nordic Golf mótaröðinni

Íslensku atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir á meðal keppenda á Gamle Fredrikstad Open mótinu sem fer fram dagana 19.-21. júní á Nordic Golf mótaröðinni.

Leikið er á Gamle Fredrikstad golfvellinum í Noregi sem er um 6.300 metra langur völlur. Haraldur og Ólafur léku báðir á þessu móti í fyrra og náðu misjöfnum árangri. Haraldur endaði í 15. sæti á 9 höggum undir pari og Ólafur komst ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að leika á pari vallarins fyrstu tvo hringina.

Rástímar fyrir mótið eru klárir og eru eftirfarandi að íslenskum tíma:

15:30 Ólafur Björn Loftsson
15:40 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
15:50 Haraldur Franklín Magnús

Hér verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is