Þórður Rafn náði sér ekki á strik

Þórður Rafn Gissurarson lék fyrsta hringinn á Gut Bissenmoor Classic mótinu á 77 höggum eða 6 höggum yfir pari. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni og fer fram í Þýskalandi.

Þórður Rafn fékk alls fimm skolla, einn tvöfaldan skolla og einn fugl á hringnum en hann er jafn í 74. sæti eftir fyrsta dag.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu og komast 45 efstu kylfingarnir áfram í gegnum niðurskurðinn eftir tvo.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is