Þórður Rafn kominn í 13. sæti stigalista Pro Golf mótaraðarinnar

Nýr stigalisti Pro Golf mótaraðarinnar var birtur nú á dögunum og færist Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, upp í 13. sæti eftir frábæran árangur í síðustu viku.

Þórður Rafn náði sínum besta árangri á ferlinum á Pro Golf mótaröðinni þegar að hann endaði í öðru sæti á Austerlitz Classic mótinu, en mótinu lauk á miðvikudaginn. Eftir árangur helgarinnar er Þórður kominn upp í 13. sæti stigalistans.

Efstu fimm á stigalista Pro Golf mótaraðarinnar í lok tímabilsins fá þátttökurétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni. Einnig fara þeir sem enda í efstu sex sætunum beint inn á annað stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í haust.

Hérna má sjá stigalistann í heild sinni.