Þórður Rafn endaði í 34. sæti á Gut Bissenmoor Classic

Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson tók þátt í Gut Bissenmoor Classic mótinu dagana 10.-12. ágúst. Mótið var hluti af Pro Golf mótaröðinni en leikið var í Þýskalandi.

Þórður Rafn lék hringina þrjá samtals á 9 höggum yfir pari og endaði jafn í 34. sæti. Skor keppenda í mótinu var frekar hátt en leikið var við mjög erfiðar aðstæður.


Skorkort Þórðar.

Eftir mót helgarinnar situr Þórður Rafn í 21. sæti stigalistans. Næsta mót fer fram dagana 16.-18. ágúst.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is