Þórður Rafn endaði í 2. sæti

Lokahringur Austerlitz Classic mótsins, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni, var leikinn í gær. Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, var á meðal keppenda en fyrir daginn var hann í fjórða sæti á samtals 6 höggum undir pari. 

Þórður lék frábærlega á síðasta hringnum og kom í hús á 5 höggum undir pari. Hann endaði því mótið á samtals 11 höggum undir pari sem skilaði honum 2. sæti, einungis einu höggi á eftir efsta manni. Á hringnum fékk Þórður 7 fugla, tvo skolla og restin pör. Glæsilegur árangur hjá Þórði.

Skorkortið hjá Þórði.

Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Maximilian Walz, en hann lék hringinn í gær á 4 höggum undir pari og lauk leik á samtals 12 höggum undir pari. 

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.