Þórður Már fór holu í höggi á Tenerife

Skagamaðurinn Þórður Már Jóhannesson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Tenerife þar sem hann er með fjölskyldu sinni yfir páskana.

Þórður var að vonum sáttur með höggið sem kom á hvítum teigum á 2. holu Costa Adeje vallarins. Hann segist hafa slegið höggið með 9 járni á holunni sem spilaðist 136 metra löng þann daginn.

„Létt 9 járn á teig og eftir um 5 metra rúll þá læddist sú hvíta ofan í,“ sagði Þórður í samtali við blaðamann Kylfings en þetta er í annað skiptið sem hann nær draumahöggi allra kylfinga.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is