Thompson komin upp í 5. sæti heimslistans

Hin bandaríska Lexi Thompson er komin upp í 5. sætið á heimslista kvenna eftir sigur á CME Group Tour Championship sem fór fram um helgina á LPGA mótaröðinni.

Thompson var í 8. sæti fyrir helgina og fór því upp fyrir þær Minjee Lee, Nasa Hataoka og Georgia Hall þegar listinn var uppfærður í dag.

Ariya Jutanugarn er sem fyrr í efsta sæti heimslistans en hún varð stigameistari á LPGA mótaröðinni um helgina. Jutanugarn hefur nú verið í efsta sæti í 9 vikur og nálgast Ai Miyazato og Park Sung-hyun sem voru á sínum tíma í 11 vikur í efsta sætinu.

Staða efstu kylfinga á heimslista kvenna:

1. Ariya Jutanugarn
2. Sung Hyun Park
3. So Yeon Ryu
4. Inbee Park
5. Lexi Thompson
6. Minjee Lee
7. Nasa Hataoka
8. Georgia Hall
9. Brooke M. Henderson
10. Jin-Young Ko

Hér er hægt að sjá heimslista kvenna.


Ariya Jutanugarn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is