Þessir 15 kylfingar tryggðu sér sæti á Evrópumótaröðinni

Um helgina fór fram lokamót tímabilsins á Áskorendamótaröðinni í golfi. Leikið var á Ras Al Kaimah vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fengu 45 efstu kylfingar mótaraðarinnar lokatækifæri til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Adri Arnaus lék manna best í mótinu og sigraði á 17 höggum undir pari. Með því komst hann upp í 2. sæti stigalistans og sæti á mótaröð þeirra bestu því gulltryggt.

Joachim B. Hansen var bestur yfir tímabilið á Áskorendamótaröðinni og endaði í efsta sætinu á stigalistanum. Hansen endaði í 13. sæti í lokamótinu á 7 höggum undir pari.

Þjóðverjinn Philipp Mejow, sem Arnar Már Ólafsson þjálfar, endaði í 39. sæti í lokamótinu og 40. sæti á stigalistanum og verður því ekki á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Þessir kylfingar tryggðu sér sæti á Evrópumótaröðinni:

Joachim B. Hansen
Adri Arnaus
Victor Perez
Kalle Samooja
Sebastian Soderberg
Jack Shingh Brar
Grant Forrest
Kim Koivu
Stuart Manley
Liam Johnston
Sean Crocker
Robert Macintyre
Lorenzo Gagli
David Law
Pedro Figueiredo

Ísak Jasonarson
isak@vf.is