Telur upphafshögg Johnson besta högg sögunnar

Hinn umdeildi Brandel Chamblee, sem er lýsandi hjá Golf Channel, telur upphafshögg Dustin Johnson á Sentry Tournament of Champions besta högg golfsögunnar.

Johnson var nálægt því að fara holu í höggi á tæplega 400 metra langri par 4 holu um helgina og sigraði að lokum á mótinu með 8 högga mun.

Chamblee skrifaði á Twitter síðu sína: „Uppáhalds höggin mín á PGA mótaröðinni frá upphafi eru eftirfarandi:

10)Phil Mickelson 13. hola Masters 2010
9)Jones 18. hola Opna bandaríska 1923
8)Jack Nicklaus 16. hola Masters 1986
7)Tiger Woods 15. hola AT&T 2000
6)Jack Nicklaus 17. hola Opna bandaríska 1972
5)Tiger Woods 18. hola Opna kanadíska 2000
4)Arnold Palmer 1. hola Opna bandaríska 1960
3)Lew Worsham 18. hola Heimsmót 1953
2)Gene Sarazen15. hola Masters 1935
1)Dustin Johnson 12. hola TOC 2017“

Chamblee fékk fjölmörg svör við tístinu enda var fólk ekki alveg sammála honum. Hann varði þá hugleiðingar sínar með því að segja að vipp og pútt væru ekki talin með enda hafi hann einungis verið að hugsa um full golfhögg. Dæmi hver fyrir sig um hvort hann hafi rétt fyrir sér eða ekki.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is