Svona verða landslið Íslands í golfi skipuð á EM í sumar

Afreksstjóri Golfsambands Íslands, Jussi Pitkänen, hefur valið landsliðin í karla- og kvennaflokki sem taka þátt á Evrópumóti landsliða í sumar. Fátt kemur á óvart í vali afreksstjórans en þó vekur athygli að stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar á síðasta tímabili, Vikar Jónasson, varð ekki fyrir valinu í karlaliðinu.

Kvennalandsliðið keppir dagana 8.-14. júlí á EM kvenna á GC Murhof vellinum í Austurríki. Björgvin Sigurbergsson verður ráðgjafi/fyrirliði og Guðný Þóra Guðnadóttir verður sjúkraþjálfari liðsins.

Kvennalandsliðið er þannig skipað: 

Andrea Björg Bergsdóttir (GKG)
Anna Sólveig Snorradóttir (GK)
Berglind Björnsdóttir (GR)​
Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​
Saga Traustadóttir (GR)

Karlalandsliðið keppir dagana 8.-14. júlí á Golf Club Bad Saarow vellinum rétt við Berlín í Þýskalandi. Arnór Ingi Finnbjörnsson er fyrirliði og Jussi Pitkänen verður ráðgjafi liðsins.

Karlandsliðið er þannig skipað:

Aron Snær Júlíusson (GKG)
Bjarki Pétursson (GB)
Björn Óskar Guðjónsson (GM)
Gísli Sveinbergsson (GK)
Henning Darri Þórðarson (GK)
Rúnar Arnórsson (GK)


Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is