Stjörnum prýtt holl á Genesis Open mótinu

Genesis Open mótið á PGA mótaröðinni hefst á morgun og beinast flest augu að Tiger Woods, þar sem hann mætir aftur til leiks á sitt annað PGA mót á þessu tímabili.

Spilafélagar Woods fyrstu tvo dagana eru ekki af verri endanum, en með honum í holli er núverandi FedEx bikarmeistarinn, Justin Thomas, og fyrrverandi FedEx bikarmeistarinn, Rory McIlroy. Það má heldur ekki gleyma því að sjálfur hefur Woods sigrað FedEx bikarinn tvisvar sinnum og er hann eini kylfingurinn sem hefur afrekað það.

Hægt verður að fylgjast með þessum ráshópi beint á PGA.com á morgun. Annað holl sem hægt er að fylgjast með beint er holl Matt Kuchar, Phil Mickelson og Tommy Fleetwood.