PGA: Howell III í forystu á stigalistanum

Bandaríkjamaðurinn Charles Howell III er kominn í forystu á stigalista PGA mótaraðarinnar eftir sigur á RSM Classic mótinu sem fór fram um helgina.

Howell III var í 62. sæti fyrir helgina en hann hefur keppt í fjórum mótum á tímabilinu og endað í topp-10 í tveimur þeirra.

Howell III er með nauma forystu á Xander Schauffele sem sigraði á HSBC heimsmótinu fyrr í haust.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er heimsmótið í golfi sem fer fram í Melbourne dagana 22.-25. nóvember. Mótið er liðakeppni þar sem tveir kylfingar frá bestu golfþjóðum heims keppa saman í liði.

Staða efstu kylfinga á stigalistanum:

1. Charles Howell III, 597 stig
2. Xander Schauffele, 594 stig
3. Kevin Tway, 574 stig
4. Brooks Koepka, 556 stig
5. Marc Leishman, 545 stig
6. Cameron Champ, 521 stig
7. Matt Kuchar, 505 stig
8. Bryson DeChambeau, 500 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalista PGA mótaraðarinnar.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is