Steve Williams mætir á pokann að nýju

Steve Williams, fyrrum kylfuberi Greg Norman, Raymond Floyd og Tiger Woods, mun vera á pokanum hjá Aaron Baddeley næstu tvær vikurnar.

Williams hefur ekki verið í föstu starfi síðan að hann hætti á pokanum hjá Adam Scott. Síðan þá hefur hann aðeins verið kylfuberi hjá Danielle Kang á Opna nýsjálenska kvenna mótinu og Ryan Fox á Opna nýsjálenska karla mótinu. 

Baddeley er með um helgina á Byron Nelson mótinu sem hefst á morgun í Dallas og í næstu viku verður hnn á Fort Worth Invitational mótinu sem fer einnig fram í Dallas.

Í tilkynningu sinni sagði hann einnig að þetta yrði síðasta árið hjá honum sem starfandi kylfuberi.