Stenson sigraði á Hero Challenge

Henrik Stenson sigraði á síðasta Hero Challenge móti ársins sem fór fram í Dubai í dag.

Stenson hafði betur gegn Shubhankar Sharma, Thomas Björn, Patrick Reed, Tommy Fleetwood og Lee Westwood í keppninni en slegið var inn á litla manngerða flöt úti á miðju vatni.

Stenson og Westwood léku best í keppninni og fóru þeir alla leið í úrslit þar sem Stenson setti alla fimm boltana inn á flöt og hafði betur 105-85.

Úrslitaleikurinn hefði þó getað farið öðruvísi en fjórði bolti Westwood flaug beint í flaggið og skaust til hliðar.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is