Spieth einbeitir sér að risamótunum

Hinn 24 ára gamli Jordan Spieth er talinn líklegastur til sigurs um helgina á Sony Open mótinu í Hawaii. Spieth var mættur á blaðamannafund fyrir mótið í gær þar sem hann talaði um árið sem er framundan.

„Markmiðið mitt er svipað og undanfarin ár sem er að einbeita mér að risamótunum og reyna að vera í baráttu um sigur á að minnsta kosti tveimur þeirra,“ sagði Spieth.

Núna er ég þó ekki farinn að huga að risamótunum. Ég brýt tímabilið upp í nokkra hluta og nú stefni ég á að vinna að minnsta kosti eitt af næstu fjórum fimm mótum. Í mars hefst svo undirbúningurinn fyrir Masters.“

Jordan Spieth hefur verið í ágætu formi undanfarnar vikur og mánuði en hann hefur í síðustu 11 mótum endað 9 sinnum meðal efstu 10.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is