Spennandi lokahringur framundan á Opna mótinu

Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, Xander Schauffele og Kevin Kisner deila forystunni á Opna mótinu þegar einn hringur er eftir af mótinu. Fjölmargir kylfingar léku vel á þriðja hringnum og eru 19 kylfingar fimm höggum frá efsta sæti.

Jordan Spieth átti einn besta hring dagsins á Carnoustie vellinum en hann kom inn á 6 höggum undir pari. Spieth fór vel af stað með erni á 1. holu og bætti svo við sig 4 fuglum og tapaði ekki höggi á hringnum. Á sunnudaginn gæti Spieth orðið sá fyrsti frá árinu 2008 til að verja titil sinn en hann sigraði í fyrra þegar mótið fór fram á Royal Birkdale vellinum.

Spieth, Shauffele og Kisner eru á 9 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Kevin Chappell.

Tiger Woods var í miklu stuði á þriðja hringnum og er í góðri stöðu fyrir lokahringinn í 6. sæti á 5 höggum undir pari. Nánar er hægt að lesa um spilamennsku hans hér.

Justin Rose, sem komst í gegnum niðurskurðinn með fugli á lokaholunni á öðrum hringnum, var frábær á þriðja hringnum og er einn þeirra sem deilir 13. sæti á 4 höggum undir pari í heildina.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

1. Jordan Spieth, -9
1. Xander Schauffele, -9
1. Kevin Kisner, -9
4. Kevin Chappell, -7
5. Francesco Molinari, -6


Xander Schauffele.


Kevin Kisner.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is