Smith varði titilinn í Ástralíu

Heimamaðurinn Cameron Smith varði í dag titilinn á Australian PGA Championship mótinu sem er sameiginlegt mót á áströlsku PGA mótaröðinni og Evrópumótaröðinni.

Smith lék hringina fjóra á 16 höggum undir pari og hafði betur gegn Marc Leishman á endasprettinum en þeir voru einu kylfingarnir sem áttu raunhæfan möguleika á sigri á lokadegi mótsins.

Þetta er annar sigur Smith á Evrópumótaröðinni.

Ross McGowan og Matthew Millar enduðu í 3. sæti á 11 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is