Smith með þriggja högga forystu fyrir lokadaginn

Ástralinn Cameron Smith er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Australian PGA Championship mótinu. Smith hefur titil að verja í mótinu.

Á þriðja degi lék Smith á 5 höggum undir pari og er samtals á 14 höggum undir pari í heildina. Hann er með þriggja högga forystu á Marc Leishman en þeir hafa verið í sérflokki í mótinu til þessa.

Leishman og Smith eru góðir félagar en þeir kepptu meðal annars saman fyrir Ástralíu í Heimsbikarnum í golfi í síðustu viku.

Matthew Millar og Harold Varner III eru á 7 höggum undir pari í 3. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is