Smith: Ég hélt að golf væri auðveldasta íþrótt í heimi

Ástralinn Cameron Smith stóð uppi sem sigurvegari á móti helgarinnar á Evrópumótaröðinni, Ástralska PGA meistaramótinu. Smith sigraði einnig á Zurich Classic mótinu á PGA mótaröðinni fyrr á árinu og sagði hann að það mót hefði breytt viðhorfi hans.

„Ég fór fram úr sjálfum mér þegar ég vann síðast,“ sagði Smith og vitnaði í Zurich mótið. „Ég hélt að golf væri auðveldasta íþrótt í heimi og að ég gæti farið út og unnið mót hverja helgi. Eftir það átti ég í smá erfiðleikum og spilaði ekki nógu vel.

Sigurinn í dag mun ekki hafa jafn mikil áhrif á mig. Ég held að lykillinn að árangri sé að halda áfram að gera það sem ég er að gera, hætta að búast við svona miklu og halda mér í núinu.“

Sjá einnig: 

Í beinni: Birgir Leifur á lokahringnum í Ástralíu
Birgir Leifur lauk leik jafn í 62. sæti
Cameron Smith sigraði í Ástralíu

Ísak Jasonarson
isak@vf.is