Slæmur endir gæti reynst Ólafíu dýrkeyptur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú lokið leik á öðrum degi Skyigolf Championship mótsins en mótið er hluti af Symetra mótaröðinni. Mótaröðin er sú næststerkasta í Bandaríkjunum en þetta er fyrsta mót Ólafíu á tímabilinu.

Ekki hafa allir lokið leik þegar fréttin er skrifuð en eins og staðan er núna gæti slæmur endir Ólafíu á hringnum reynst henni ansi dýrkeyptur.

Hún hóf leik á 10. braut og var á parinu þegar þrjár holur voru eftir. Síðustu þrjár holurnar lék hún svo á þremur höggum yfir pari, þar sem hún fékk meðal annars skramba á lokaholunni. Það þýðir að Ólafía lék á þremur höggum yfir pari og eins og staðan er núna er Ólafía samtals á þremur höggum yfir pari, tveimur höggi frá því að komast áfram.

Margar eiga enn eftir að ljúka leik og eru því einhverjar líkur á því að hún komist áfram, þrátt fyrir þennan endi. Nú er að bíða og vona og sjá hvernig málin þróast með kvöldinu en hægt er að sjá skor keppenda hérna.