Skilaboð Lyle til Haraldar: Muna að anda djúpt

Opni meistarinn frá 1985, Skotinn Sandy Lyle og Lee Westwood, margfaldur Ryder leikmaður Evrópu segja að nú sé tíminn fyrir Harald Franklín að njóta þess að vera á stærsta sviði golfs í heiminum, OPNA mótinu.

„Og muna að anda djúpt, pabbi sagði mér það á sínum tíma þegar ég var að byrja,“ sagði Lyle sem á tvo risatitla, Opna mótið og Masters 1988. Þá var hann mörgum sinnum í Ryderliði Evrópu, m.a. þegar liðið vann Bandaríkjamenn fyrst á þeirra heimamvelli, velli sem Jack Nicklaus hannaði og hann var fyrirliði þá.

Kylfingur.is ræddi við þá Lyle og Lee á Opna mótinu.

Haraldur Franklín fer út klukkan 9:53 að íslenskum tíma í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is