Sjáðu risapútt Knox fyrir sigri á Opna írska

Skotinn Russell Knox gerði sér lítið fyrir og sigraði á Opna írska mótinu sem fram fór um helgina á Evrópumótaröð karla.

Knox þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en eftir frábærar 17 holur á lokahringnum þurfti hann að setja langt pútt í holu fyrir fugli á 18. holu til þess að komast í bráðaban sem hann gerði frábærlega.

Með fuglinum komst Knox í bráðabana gegn Ryan Fox og á fyrstu holu bráðabanans endurlék Knox leikinn. Hreint út sagt magnaðar mínútur.

Myndband af púttunum má sjá hér fyrir neðan. Fyrra myndbandið er af púttinu á 72. holu og það seinna úr bráðabananum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is