Sigurður Már í toppbaráttunni á Duke of York

Duke of York mótið hófst í dag á Royal Liverpool vellinum, en Ísland á tvo fulltrúa í mótinu. Það eru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Sigurður Már Þórhallsson. Sigurður Már er eftir fyrsta daginn á tveimur höggum yfir pari og er hann í toppbaráttunni.

Sigurður lék hringinn í dag á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Á hringnum í dag fékk hann einn örn, tvo fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Eftir daginn er hann jafn í fimmta sæti, þremur höggum á eftir efstu mönnum.

Amanda átti erfitt uppdráttar á fyrsta hringnum. Hún kom í hús á 88 höggum, eða 16 höggum yfir pari. Hún er eftir daginn jöfn í 48. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Amanda Guðrún Bjarnadóttir.