Sigur í lokaleiknum hjá karlalandsliðinu á EM

Lokadagur Evrópumóts landsliða skipað leikmönnum 50 ára og eldri fór fram í dag í Svíþjóð. Íslenska karlalandsliðið var meðal keppenda en það lék í B-riðli eftir að hafa endað í 13. sæti í höggleiknum.

Liðið var þannig skipað: Guðmundur Arason, Gauti Grétarsson, Frans Páll Sigurðsson, Guðni Vignir Sveinsson, Jón Gunnar Traustason og Tryggvi Valtýr Traustason.
 
Íslenska liðið lék þrjá leiki í B-riðlinum. Fyrsti leikurinn var gegn Belgíu og fór hann 3,5-1,5 Belgíu í vil. Síðustu tveir leikir mótsins fóru svo báðir 4-1 Íslandi í vil, fyrst gegn Tékklandi og svo gegn Sviss. Niðurstaðan því 13. sæti sem er flottur árangur.
 
Úrslitaleikur mótsins er enn í gangi en til úrslita leika Danir gegn Írum. Englendingar höfðu betur gegn Skotum í leiknum um þriðja sætið sem fór fram fyrr í dag.
 
Ísak Jasonarson
isak@vf.is