Sharma verður með á Masters mótinu

Indverjinn Shubhankar Sharma hefur þegið boð á fyrsta risamót ársins, Masters mótið, en hann fékk boð um að taka þátt fyrr í þessum mánuði.

Sharma, sem er einungis 21 árs gamall, hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili og er þar að auki í efsta sæti stigalistans á mótaröðinni.

Masters mótið verður hans fyrsta risamót en Sharma er einungis fjórði Indverjinn til að leika á mótinu. Áður höfðu Jeev Milkha Singh, Arjun Atwal og Anirban Lahiri keppt á móti þeim bestu á Augusta National.

Masters mótið fer fram dagana 5.-8. apríl. Sergio Garcia hefur titil að verja eftir frækinn sigur í fyrra þar sem hann fór í bráðabana við Englendinginn Justin Rose.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is