Sergio Garcia og TaylorMade Golf hætta samstarfi

Sergio Garcia, sem vann sitt fyrsta risamót á árinu þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu síðasta Apríl, hefur leikið með TaylorMade kylfur síðustu 15 árin. Nú mun það heyra sögunni til, þar sem að Garcia og TaylorMade Golf hafa ákveðið að rifta samningnum sín á milli.

Samkvæmt yfirlýsingu frá TaylorMade var ákvörðunin gerð í sameiningu og var hún gerð í miklu bróðerni. TaylorMade Golf er enn með marga af bestu kylfingum heims og má þar helst nefna Dustin Johnson, Rory McIlroy og Jason Day

Fjölmiðlar er nú þegar farnir að velta fyrir sér hvaða kylfum Garcia muni leika með og virðist allt benda til þess að Callaway verði fyrir valinu. Á British Masters mótinu sást Garcia vera æfa sig með Callaway fleygjárn.