Sergio Garcia og Angela eiga von á barni

Árið 2017 hefur verið stórt ár í lífi Sergio Garcia. Garcia vann sitt fyrsta risamót á árinu, þegar að hann vann Masters mótið, þá gengu hann og Angela Akins í það heilagi í júlí svo nú fyrr í þessari viku var tilkynnti um endalok samstarfs hans og TaylorMade Golf, en Garcia hefur leikið með kylfum frá þeim í 15 ár.

Til þess að bæta við listann af merkisatburðum í lífi Sergio Garcia, þá var tilkynnt í gær að hann og Angela eiga von á sínu fyrsta barni. Angela er sett í mars og ef allt gengur eftir þá ætti Garcia að vera tilbúinn í titlvörnina í byrjun apríl fyrir Masters mótið sem nýbakaður faðir.

Garcia tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni með því að birta þessa skemmtilegu mynd.