Sergio Garcia lék 15. holuna á 13 höggum

Masters sigurvegarinn Sergio Garcia náði að bæta ansi skrautlegt met á fyrsta hring Masters mótsins í ár þegar hann lék 15. holu vallarins á 13 höggum eða 8 höggum yfir pari. Aldrei í sögu mótsins hefur kylfingur leikið holuna á jafn mörgum höggum en fyrra metið var 11 högg.

Garcia, sem hefur titil að verja í mótinu, sló alls fimm högg í röð í vatnið fyrir framan flötina. Að lokum tókst honum að komast inn á flöt og einpúttaði svo fyrir 13 höggum. 

Garcia er þessa stundina í næst neðsta sæti mótsins á 10 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is