Segist hægja sérstaklega á leikhraða til að fá dómara á staðinn
Brooks Koepka hefur verið iðinn við kolann undanfarnar vikur í viðtölum við hina og þessa miðla en hann hefur jafnan látið ýmislegt flakka.
Kylfingur greindi frá því í síðustu viku að Koepka fyndist vandræðalegt hversu lengi kylfingar á borð við Bryson DeChambeau væru að spila golf og þá deildi hann einnig skoðun sinni um Sergio Garcia eftir að hann var rekinn úr Saudi International mótinu.
Koepka mætti til Danny Kanell á Sirius XM útvarpstöðinni á dögunum og var þá aftur spurður út í hægan leikhraða á stærstu mótaröðum heims. Aðspurður hvort hægur leikhraði hefði einhver áhrif á hans golfleik kom Koepka, sem er í öðru sæti heimslistans, með ansi áhugaverð ummæli.
„Það er örugglega slæmt að ég skuli segja þetta en ég er með öðruvísi nálgun. Ég reyni að hægja enn meira á spilinu, sem er hluti af vandamálinu.“
„Sumir af þessum gaurum eru svo hægir að ég tek mér auka tíma til að slá. Ég fer á klósettið þó ég þurfi þess ekki og slaka á í fimm mínútur þannig að við förum á klukkuna [sem þýðir að dómari mætir og tekur tímann á hollinu] og þá erum við farnir að spila á mínum hraða.“
„Þetta er líklega ekki það rétta í stöðunni en þetta er það sem ég geri.“
Brot af viðtalinu við Koepka má sjá hér fyrir neðan.
Ísak Jasonarson
isak@vf.is
-
-
Mickelson er með umtöluðustu kálfa PGA mótaraðarinnar
Fréttir 19.02.2019 -
Guðmundur heldur efsta sæti stigalistans
Fréttir 20.02.2019 -
Myndband: Justin Thomas slær högg sem er martröð flestra kylfinga
Fréttir 20.02.2019 -
Valdís Þóra með á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni
Fréttir 20.02.2019 -
Magnús og Ellert vallarstjórar ársins 2018
Fréttir 19.02.2019 -
Nordic Golf: Guðmundur lék lokahringinn á 2 höggum undir pari
Fréttir 19.02.2019 -
Háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur hafa lokið leik | Lokahringnum aflýst
Fréttir 19.02.2019 -
Þórir ofarlega á Gecko mótaröðinni
Fréttir 19.02.2019 -
Guðmundur fór upp um 714 sæti á heimslistanum
Fréttir 18.02.2019 -
Stricker verður fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2020
Fréttir 20.02.2019 -
Myndband: Lýsendur gagnrýna Holmes fyrir hægan leik
Fréttir 18.02.2019 -
Heimslisti karla: Holmes kominn í topp 50
Fréttir 19.02.2019
-
-
-
Rúnar lenti í hremmingum á 18. flötinni
GolfTV 27.07.2018 -
Haraldur Franklín gerir upp Opna mótið: Hefði viljað nýta tækifærið betur
GolfTV 25.07.2018 -
LPGA kylfingur sló vindhögg í móti
GolfTV 11.07.2018 -
GolfTV 20.04.2018
-
GolfTV 05.04.2018
-
Afastrákur Nicklaus fór holu í höggi á Masters
GolfTV 05.04.2018 -
World Golf Awards - VITAgolf besta íslenska golfferðaskrifstofan þrjú ár í röð
GolfTV 28.11.2017 -
Hér um bil öðruvísi „fugl“ á fimmtu í Leirunni - video
GolfTV 27.10.2017 -
Myndbönd: Tveir íslenskir golfvellir frá nýju sjónarhorni
GolfTV 17.09.2017 -
GolfTV 07.09.2017
-
Ragnhildur: „Erfitt að halda boltanum í leik í hrauninu“
GolfTV 22.07.2017 -
Fannar Ingi enn og aftur í vandræðum á 18. holu - viðtal
GolfTV 22.07.2017
-