Samningar um uppbyggingu á Frístundamiðstöð á Garðavelli undirritaðir

Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður skrifuðu undir samninga um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll fimmtudaginn 7. september 2017 í golfskálanum á Garðavelli en þetta kemur fram á heimasíðu klúbbsins.

Frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000m2 að stærð og skiptist í 700m2 jarðhæð og 300m kjallara.  Frístundamiðstöðin mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfssemi á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.  Um þessar mundir eru útboð í gangi og gera áætlanir ráð fyrir að þegar ásættanleg tilboð berast hefjist framkvæmdir á haustmánuðum 2017.

Golfklúbburinn Leynir mun á næstu vikum þegar heildarmynd á verkefnið verður kominn upplýsa frekar um framkvæmdatíma og annað sem snýr að verkefninu.

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is