Rose kominn í 3. sæti stigalistans eftir sigurinn í Tyrklandi

Englendingurinn Justin Rose varði titil í fyrsta sinn á ferlinum um helgina þegar hann sigraði á Turkish Airlines Open mótinu. Fyrir vikið fór Rose upp í efsta sæti heimslistans og þá er hann kominn upp í 3. sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla þegar tvö mót eru eftir af tímabilinu.

Rose fékk 1.666.600 stig fyrir sigurinn um helgina og er nú búinn að þéna meira en 3 milljónir evra á Evrópumótaröðinni fyrir utan það sem hann þénaði á PGA mótaröðinni á tímabilinu.

Francesco Molinari er sem fyrr í efsta sæti stigalistans með 4.709.921 stig. Hann er með nokkuð örugga forystu á toppnum en mikið þarf að gerast í síðustu tveimur mótunum til þess að það breytist. 

Tommy Fleetwood er í öðru sæti og er líklegastur til að veita Molinari samkeppni um efsta sætið.

Staða efstu manna má sjá hér fyrir neðan en með því að smella hér má sjá stigalistann í heild sinni.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

⠀ 45 events down. Two to go 📈⠀ See the full #RaceToDubai rankings via our bio link.

A post shared by European Tour (@europeantour) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is