Rory McIlroy og Jason Day munu klæðast sama bol á Opna bandaríska

Opna bandaríska meistaramótið hefst næstkomandi fimmtudag og er mikil spenna fyrir mótinu. Það er ekki einungis spenna fyrir golfinu sem verður leikið, heldur spá menn einnig mikið í fatnaðinum sem kylfingarnir klæðast.

Nú hefur það verið tilkynnt að Rory McIlroy og Jason Day, sem eru númer tvö og þrjú á heimslistanum, muni klæðast Zonal Cooling MM Fly Blade póló bolunum frá Nike alla keppnisdagana. Bolirnir eiga að anda vel á þeim stöðum líkamans sem hitna mest og koma þeir í sex mismunandi litum.

Bolina má skoða nánar á myndunum hér fyrir neðan. Nú er bara að sjá hvort klæðnaður þeirra félaga geri útslagið og skili öðrum þeirra sigri næstkomandi sunnudag. 

Bolirnir sem Rory McIlroy mun klæðast.

Bolirnir sem Jason Day mun klæðast.