Rory McIlroy frábær á öðrum hringnum í Englandi

Norður-Írinn Rory McIlroy fór á kostum á öðrum hringnum á BMW PGA Championship mótinu sem fer fram á Wentworth golfvellinum í Englandi um þessar mundir. McIlroy lék annan hringinn á 7 höggum undir pari og er í efsta sæti á 12 höggum undir pari í heildina að tveimur hringjum loknum.

McIlroy fékk alls 7 fugla á hring dagsins og tapaði ekki höggi. Hann er nú með þriggja högga forystu á næstu kylfinga en þó eiga nokkrir eftir að ljúka leik í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

 

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is